Aflétting gjaldeyrishafta í Netbanka

21.03.2017

Í kjölfar afléttingu gjaldeyrishafta hefur Íslandsbanki opnað fyrir eftirfarandi aðgerðir í netbönkum sínum:

Kaup á erlendum gjaldeyri fyrir íslenskar krónur

Hægt er að kaupa gjaldeyri fyrir krónur með einföldum hætti í millifærsluaðgerð Netbankans. Viðskiptavinur velur íslenskan úttektarreikning og leggur inn á gjaldeyrisreikning með tilheyrandi gengistilboði. Þessi aðgerð hefur verið lokuð frá gildistöku gjaldeyrislaga, en nú hefur verið opnað fyrir hana á ný.

Flytjast í millifærslu í Netbanka

Erlendar greiðslur í Netbanka einstaklinga

Þessi aðgerð hefur verið opin lögaðilum en nú geta einstaklingar einnig nýtt sér aðgerðina t.d. við flutning gjaldeyris, greiðslu reikninga erlendis o.s.frv. Í leiðinni hefur verið létt á kröfum v/afhendingu fylgiskjala við erlendar greiðslur.

Flytjast í erlendar greiðslur í Netbanka

 Flokka ber erlendar greiðslur til samræmis við flokkunarlykla Seðlabanka Íslands auk þess sem fjármálafyrirtækjum er skylt að tilkynna gjaldeyrisviðskipti og tilteknar fjármagnshreyfingar í erlendum gjaldmiðli milli landa, skv. reglum Seðlabanka nr. 200/2017. Nánari upplýsingar um hvaða fjármagnshreyfingar tilkynna þarf til SÍ, er að finna hér.

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við Þjónustuver Íslandsbanka, í síma 440 4000 eða sendið okkur tölvupóst á islandsbanki@islandsbanki.is.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall