Aðalfundur Íslandsbanka 2017

23.03.2017 - Kauphöll

Aðalfundur Íslandsbanka var haldinn í dag, fimmtudaginn 23. mars. Friðrik Sophusson, formaður stjórnar, flutti skýrslu stjórnar og Birna Einarsdóttir, bankastjóri, fór yfir uppgjör bankans og helstu þætti í starfsemi hans á árinu 2016.

Íslandsbanki greiddi 10,2 milljarða í skatta árið 2016 og nam sérstakur bankaskattur 2,8 milljörðum króna. Friðrik lagði í máli sínu áherslu á að að lækka þyrfti bankaskattinn verulega sem átti að vera tímabundin aðgerð til að fjármagna leiðréttingu íslenska ríkisins á húsnæðislánum. Í samanburði við nágrannalönd væri skattbyrði hér fjórföld. Því væri nauðsynlegt að gefa fjárfestum vissu um þróunina, annars myndi skatturinn hafa áhrif á möguleika á skráningu bankans á skipulegan verðbréfamarkað og það verð sem ríkið gæti fengið fyrir hann við sölu. Þar að auki rýri skatturinn verulega samkeppnismöguleika íslensku bankanna.

Í máli Friðriks kom jafnframt fram að íslenska bankakerfið hafi minnkað úr rúmlega áttfaldri landsframleiðslu árið 2008 niður undir tvöfalda landsframleiðslu í lok 2015. Kerfið hafi því minnkað um 80% samkvæmt þeim mælikvarða og væri nú hóflegt að stærð í samanburði við bankakerfin annars staðar á Norðurlöndunum.

Gott og viðburðaríkt ár

Á fundinum fjallaði Birna um rekstur bankans og viðburðaríkt ár. Bankinn flutti í nýjar höfuðstöðvar í lok ársins þar sem starfsmenn sameinast af fjórum starfsstöðvum. Birna fór yfir stöðu lánasafns bankans en í lok árs var hlutfall ferðaþjónustu 13% af lánasafni bankans en útlán jukust hóflega á árinu.

Birna fjallaði einnig um 500 milljón evra skuldabréfaútgáfu bankans í september en þá fengust bestu kjör sem sést hafa í sambærilegum viðskiptum frá 2008. Hún fagnaði mikilli eftirspurn en fjöldi erlendra skuldabréfafjárfesta hefur nærri tvöfaldast. Lánshæfismat bankans hækkaði einnig á árinu í BBB frá bæði Standard & Poor’s og Fitch Ratings, en Íslandsbanki er eini bankinn á Íslandi með tvö alþjóðleg lánshæfismöt.

Bankinn mældist hæstur á íslenskum bankamarkaði nýlega samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni fjórða árið í röð. Birna sagði þetta styðja við framtíðarsýn bankans að veita bestu bankaþjónustu á Íslandi og þakkaði starfsfólki fyrir vel unnin störf á árinu.

Niðurstaða aðalfundar

Í stjórn bankans voru kjörin: Anna Þórðardóttir, Auður Finnbogadóttir, Árni Stefánsson, Hallgrímur Snorrason, Heiðrún Jónsdóttir, Helga Valfells og Friðrik Sophusson, sem einnig var kjörinn formaður stjórnar. Herdís Gunnarsdóttir og Pálmi Kristinsson voru kjörin í varastjórn bankans. Samþykkt var á fundinum að 10 milljarðar króna af hagnaði ársins 2016 verði greiddar í arð til hluthafa. Stjórn bankans var einnig fengin heimild til að kalla til sérstaks hluthafafundar síðar á árinu þar sem tillaga um greiðslu arðs af hagnaði fyrri rekstrarára kann að vera lögð fram. Starfskjarastefna fyrir bankann var samþykkt á fundinum og ákveðin þóknun til stjórnar- og varamanna. Ernst & Young verður áfram endurskoðunarfélag bankans til næsta aðalfundar.

Hægt er að nálgast Ársskýrslu Íslandsbanka 2016 á www.islandsbanki.is/arsskyrsla.

Önnur gögn frá aðalfundi má finna á www.islandsbanki.is/adalfundur og á vef fjárfestatengsla Íslandsbanka, www.islandsbanki.is/ir.

Aðalfundargögn:

 

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall