Íslandsbanki þeysist af stað í WOW Cyclothon

20.06.2017

Íslandsbanki tekur þátt í WOW Cyclothon sem hefst á morgun, 21. júní og lýkur á 23. júní. Eitt lið keppir fyrir hönd bankans í ár og er það skipað sex konum og fjórum körlum.

„Við höfum aldrei áður verið með lið þar sem konur eru í meirihluta og við höfum heldur aldrei hjólað hraðar enn í ár," segir Kristján Markús Bragason sem fer fyrir liði bankans. „Í liðinu eru þrír sem hafa hjólað í keppninni áður en hinir eru allir nýir í keppninni og af þessum tíu manns eru fimm manns á nýjum hjólum þannig að liðið tekur þessu mjög alvarlega og er all-in," segir Kristján sem er spenntur fyrir morgundeginum: „Við erum algjörlega klár í slaginn og búin að æfa frá annarri vikunni í janúar. Þá var byrjað á spinning tímum og svo tóku við miklar útiæfingar um leið og veður leyfði. Við höfum verið að hjóla svona 150 til 200 kílómetra á viku. Við byrjuðum að æfa snemma á árinu og finnum að meðalhraðinn á æfingunum er talsvert meiri en hann hefur áður verið rétt fyrir keppni," segir Kristján.

Íslandsbanki hefur verið með í WOW Cyclothon frá upphafi eða síðan 2012.
WOW Cyclothon er haldið árlega og hjólað er í kringum landið með boðsveitarformi. Keppendur hjóla til styrktar Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu í ár.

Við óskum þessu flotta liði góðs gengis og góðrar (og hraðrar) ferðar!

 

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall