Ný sveitarfélagaskýrsla Íslandsbanka

22.06.2017

Tekjur íslenskra sveitarfélaga jukust um 8% milli áranna 2015 og 2016 og hefur tekjuvöxtur samstæðu sveitarfélaganna ekki verið eins hraður frá árinu 2007 þegar hann var 11%. Tekjur vegna A-hluta jukust um 10% en tekjur B-hluta jukust um 3%. Gjöld A- og B-hluta jukust um 0,2% en launakostnaður er stærsti kostnaðarliður sveitarfélaganna. Þetta kemur fram í nýrri sveitarfélagaskýrslu Greiningar Íslandsbanka.

Þar sem tekjur jukust hlutfallslega meira en gjöld batnaði rekstrarniðurstaða samstæðunnar fyrir fjármagns- og óreglulega liði og hækkaði úr tæpum 18 milljörðum króna í rúma 45 milljarða króna, eða um 152%. Viðsnúningurinn felst að mestu leyti í rekstri A-hlutans sem var neikvæður árið 2015 um 8,6 milljarða en jákvæður um 18,2 milljarða árið 2016.

Hér má lesa skýrsluna í heild sinni.

Elvar Orri Hreinsson, skýrsluhöfundur og sérfræðingur Greiningar Íslandsbanka:

“Það er ánægjulegt að sjá rekstrarniðurstöðu íslenskra sveitarfélaga batna til muna en hún hefur ekki verið betri frá árinu 2007. Skuldsetning sveitarfélaganna hefur lækkað nokkuð stöðugt frá árinu 2009 sem hefur skapað svigrúm fyrir frekari innviðafjárfestinga. Kjarasamningar og auknar lífeyrisskuldbindingar hafa undanfarið haft neikvæð áhrif á rekstrarniðurstöðuna en þau áhrif voru umtalsvert minni á árinu 2016. Það er gott og gagnlegt fyrir Íslandsbanka líkt og almenning að fylgjast með þróun á stöðu íslenskra sveitarfélaga.”

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall