Domino´s og Kass í samstarf

23.06.2017

Íslandsbanki og Domino´s hafa skrifað undir samstarfssamning og geta viðskiptavinir Domino´s nú greitt með Kass í appi og vefsíðu Domino´s. Samstarfið mun því einfalda viðskiptin þar sem ekki er þörf á að gefa upp neinar kortaupplýsingar og geta notendur Kass splittað reikningnum með öðrum notendum. Með þessu samstarfi er tekið næsta skref í stafrænum greiðslum þar sem viðskiptavinir geta nýtt sér farsímann til að greiða fyrir vörur.

Kass er greiðslumiðlunarapp Íslandsbanka sem hægt er að nýta til að borga, rukka og splitta greiðslum. Móttökurnar á appinu hafa verið afar góðar en appið var hannað af Memento í samstarfi við Íslandsbanka. 

Unnur B. Johnsen, vörustjóri Kass:
„Það er mikil einföldun fólgin í því að geta sleppt því að finna til kort og notað símann eða Kass appið í netviðskiptum. Með Kass er auðvelt að splitta pizzunni með vinum um leið og þú pantar. Við erum mjög ánægð með samstarfið við Domino´s sem er framúrstefnulegt og skemmtilegt í sínu markaðsefni og með mikla markaðshlutdeild. Rafræn greiðslumiðlun með síma eða öðrum snjalltækjum er komin til að vera og því spennandi tímar framundan þegar greiðslulausnir eins og Kass koma í stað þess að nota hefðbundin greiðslukort á netinu eða jafnvel sölustað. Kass appið er þægilegt í notkun, öruggt og hjálpar þér að halda utan um allar greiðslur á einum stað.“

Egill Þorsteinsson deildarstjóri stafrænna viðskipta og lausna:
“Við hjá Domino‘s erum mjög ánægð með samstarfið við Kass og að þessi nýja greiðslulausn sé nú í boði fyrir viðskiptavini okkar. Kass lausnin hentar okkar rekstri afar vel og styður við okkar markmið að veita hraða og góða þjónustu. Það er stefna Domino‘s að vera leiðandi fyrirtæki á sínum markaði þegar kemur að tækninýjungum og leggjum við mikið upp úr notendaupplifun viðskiptavina okkar. Samstarfið styður við þau markmið og er frábær viðbót við okkar þjónustu.“

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall