Islandsbanki hf. : Afkoma fyrri árshelmings 2017

17.08.2017 - Kauphöll

Afkoma Íslandsbanka á fyrri árshelmingi 2017

Helstu atriði í afkomu 1H2017:

 • Hagnaður eftir skatta var 8,0 ma. kr. samanborið við 13,0 ma. kr. á 1H16. Munurinn á milli ára skýrist af einskiptishagnaði af sölu Borgunar á hlutum í Visa Europe á 1H16. Arðsemi eigin fjár var 9,2% á 1H17 samanborið við 12,9% á 1H16.
 • Hagnaður bankans af reglulegri starfsemi var 7,4 ma. kr., samanborið við 8,0 ma. kr. á fyrri árshelmingi 2016.
 • Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 15% eiginfjárþátt 1 (CET1) var 11,2% á tímabilinu, samanborið við 11,3% á sama tíma 2016.
 • Hreinar vaxtatekjur voru 15,2 ma. kr. á 1H17 (1H16: 15,9 ma. kr.), sem er lækkun um 4% milli tímabila. Vaxtamunur var 2,9% (1H16: 3,1%) og hefur lækkað lítillega samhliða breyttu vaxtaumhverfi.
 • Hreinar þóknanatekjur voru 6,8 ma. kr. samanborið við 6,7 ma. kr. á 1H16, sem er 2% hækkun milli tímabila.
 • Stjórnunarkostnaður var 13,3 ma. kr., sem er 6% lækkun frá 1H16.
 • Kostnaðarhlutfall var 59,2% (1H16: 55,8%), en sértækur bankaskattur og einskiptiskostnaður eru undanskildir við útreikning kostnaðarhlutfalls.
 • Heildareignir voru 1.047 ma. kr. (mar17: 1.029 ma. kr.). Útlán til viðskiptavina og lausafjársafn voru samtals 97% af stærð efnahagsreiknings.
 • Útlán til viðskiptavina jukust um 4,9% (34,0 ma. kr.) á 1H17 í 722 ma. kr. Ný útlán voru 108 ma. kr. sem dreifðust vel milli viðskiptaeininga bankans.
 • Gæði eignasafns bankans halda áfram að batna, en hlutfall lána í vanskilum umfram 90 daga eða með virðisrýrnun var 1,2% (mar17: 1,6% og des16: 1,8%).
 • Innlán frá viðskiptavinum lækkuðu um 3,7% (21,8 ma. kr.) á 1H17, sem er í takt við væntingar bankans við losun hafta, og voru 572 ma. kr. við lok tímabilsins.
 • Eiginfjárhlutfall var 23,5% og eiginfjárhlutfall þáttar 1 (CET1) var 23,3% við lok tímabilsins, samanborið við 23,1% og 22,8% við lok mars 2017.
 • Lausafjárstaða bankans er sterk og umfram kröfur eftirlitsaðila og innri viðmið. Við lok júní 2017 var lausafjárhlutfallið (LCR) 171% (mar17: 181%) og fjármögnunarhlutfallið (NSFR) var 119% (mar17: 121%).
 • Vogunarhlutfall var 15,7% við lok júní 2017, samanborið við 15,5% við lok mars, sem telst hóflegt bæði í innlendum og erlendum samanburði.
 • Íslandsbanki er eini bankinn á Íslandi með lánshæfismat frá tveimur alþjóðlegum lánshæfismatsfyrirtækjum. Í janúar 2017 hækkaði Fitch mat sitt í BBB/F3 með stöðugum horfum og í október 2016 hækkaði S&P mat sitt í BBB/A-2 með jákvæðum horfum.

Helstu atriði á 2F2017:

 • Hagnaður eftir skatta var 5,0 ma. kr. (2F16: 9,5 ma. kr.).
 • Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 15% eiginfjárþátt 1 (CET1) var 11,8% á fjórðungnum (2F16: 13,3%).
 • Hreinar vaxtatekjur voru 7,8 ma. kr. á 2F17 (2F16: 8,4 ma. kr.) og vaxtamunurinn var 3,0% (2F16: 3,3%).
 • Hreinar þóknanatekjur voru 3,5 ma. kr. (2F16: 3,5 ma. kr.).

 

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

"Fyrstu sex mánuðir ársins voru viðburðaríkir í rekstri bankans. Útlán til viðskiptavina jukust um 4,9% frá áramótum en sú aukning kemur frá öllum viðskiptavinahópum. Á sama lækkaði vanskilahlutfall í 1,2% úr 1,8% frá árslokum 2016. Lánveitingar til fyrirtækja í útibúaneti bankans eru 40% til fyrirtækja á landsbyggðinni en það hlutfall hefur verið að aukast undanfarin ár.
Góður gangur er í fjárfestingarbankastarfsemi og vann fyrirtækjaráðgjöf að mörgum áhugaverðum verkefnum á tímabilinu. Meðal annars var veitt ráðgjöf vegna fyrirhugaðs samruna Iceland Travel og Gray Line og vegna sölu á Icelandic Gadus.
Traustur grunnrekstur skilar bankanum hagnaði upp 7,4 milljarða eftir fyrstu sex mánuði ársins sem er 11,2% arðsemi af reglulegum rekstri og er það lítillega yfir væntingum.
Við kynntum framsæknar skipulagsbreytingar með það að markmiði að gera skipulag bankans að fullu viðskiptavinamiðað. Í september klárast flutningar í nýjar höfuðstöðvar en þá verður öll starfsemi bankans undir einu þaki en því fylgir mikið kostnaðarhagræði. Nú þegar prentar starfsfólk helmingi minna en mikil áhersla hefur verið lögð á að draga úr pappírsnotkun í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi. Ég er þess sannfærð að með slagkrafti sameinaðra höfuðstöðva sé Íslandsbanki kominn í gott keppnisform.
Annað og öðruvísi kapphlaup er þó framundan á laugardaginn þegar Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram. Skráningar hafa aukist frá fyrra ári en það er von okkar að þessi stærsta fjáröflun landsins slái ný met í áheitum til góðgerðarfélaga enn eitt árið."


Afkomufundur á íslensku kl. 12.30

Í dag, þann 17. ágúst kl. 12.30, munu Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri, kynna afkomu bankans á opnum fjárfestafundi og svara fyrirspurnum. Fundurinn fer fram á íslensku og er haldinn í höfuðstöðvum bankans að Hagasmára 3. Boðið verður upp á veitingar.
Skrá mig á fjárfestafund.

Símafundur á ensku kl. 10.30
Einnig er markaðsaðilum boðið upp á símafund kl. 10.30 á ensku. Farið verður yfir helstu atriði í íslenskum efnahagsmálum og afkomu bankans. Vinsamlegast skráið ykkur á símafundinn með að senda póst á ir@islandsbanki.is. Fundargögn og aðgangsorð vegna símafundar verða send út til skráðra aðila 2 tímum fyrir fundinn.
Öll gögn má nálgast á vef fjárfestatengsla www.islandsbanki.is/fjarfestatengsl.
Upplýsingar um fjárhagsdagatal bankans og þögul tímabil má finna hér: http://www.islandsbanki.is/um-islandsbanka/fjarfestatengsl/fjarhagsdagatal/.

Myndband

Hér má sjá myndband þar sem Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri Íslandsbanka segir frá uppgjörinu:

 

Nánari upplýsingar

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall