Íslandsbanki veitir þrettán námsstyrki

15.06.2018

Þrettán námsmenn hljóta námsstyrk frá Íslandsbanka 2018. Námsmennirnir eru úr framhalds- og háskólum og voru valdir úr hópi 300 umsækjenda.

Styrkirnir eru veittir í þremur flokkum. Þrír styrkir til framhaldsskólanáms 100.000 krónur hver, fimm styrkir til háskólanáms (BA/BS/B.Ed) 300.000 krónur hver og fimm styrkir til framhaldsnáms á háskólastigi 500.000 krónur hver.

Dómnefndina skipaði Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, Sigrún Ólafsdóttir, ráðningarstjóri Íslandsbanka og Lilja Pálsdóttir, útibússtjóri í Norðurturni.

Nemendurnir þrettán eru:

 • Arnaldur Smári Stefánsson, doktorsnám í Hagfræði við Háskólann í Uppsölum. Arnaldur lauk meistaranámi við eina bestu hagfræðideild Bretlands í University College í London og í framhaldinu hóf hann doktorsnám við Uppsala háskóla með áherslu á opinber fjármál, hegðunarhagfræði og vinnumarkaðshagfræði.
 • Arnar Freyr Jónsson, nemandi í Verslunarskóla Íslands. Arnar stefnir á flugnám við Flugakademíu Keilis í haust en Arnar hefur brennandi áhuga á flugi og öllu sem því tengist.
 • Guðrún María Jakobsdóttir, doktorsnám í erfðafræði og tölfræði á heilbrigðisvísindasviði við Oxford-háskóla. 17 ára gömul útskrifaðist Guðrún María frá IB deild Menntaskólans við Hamrahlíð sem dúx deildarinnar. Hún einbeitir sér að rannsóknum sem hún vonar að í framtíðinni muni leiða til uppgötvana sem geta bætt krabbameinsmeðferðir.
 • Guðrún Sólveig Sigríðardóttir, nemandi í lögfræði við Háskóla Íslands. Guðrún útskrifaðist sem dúx af náttúrufræðibraut Menntaskólans í Reykjavík. Eftir útskrift tók Guðrún sér hlé frá námi og fór til Suður-Ameríku og starfaði þar sem sjálfboðaliði.
 • Hildur Maral, nemandi í tónlistarviðskiptum við Berklee College of Music. Hildur hefur unnið í tónlistarbransanum í 14 ár og hefur því öðlast gríðarlega mikla reynslu á þeim tíma. Hefur hún komið að fjölda verkefna hér heim og erlendis, meðal annars hefur hún unnið að verkefnum fyrir Coachella og Hróarskeldu tónlistarhátíðirnar
 • Jónatan Jónatansson, nemandi í meistaranámi í alþjóðaviðskiptum við Hult International Business School. Jónatan hefur sýnt fram á framúrskarandi námsárangur og meðfram námi hefur hann bæði setið í stjórn Krafts og veitt einstaklingum með krabbamein stuðning.
 • Katrín Björk Gunnarsdóttir, nemandi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Katrín hefur þann draum að vinna með nýsköpunarfyrirtækjum að loknu námi og þá vill hún sérstaklega virkja ungar konur í nýsköpun.
 • Maksymilian Haraldur Frach, nemandi við Tónlistarakademíuna í Kraká. Á síðasta ári stóðst hann inntökupróf hjá tónlistarakademíunni í Kraká og stundar nú BA nám í fiðluleik. Hann hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir hljóðfæraleik og er meðlimur í ungsveit sinfóníuhljómsveitar Íslands
 • Númi Sveinsson, nemandi í vélaverkfræði við Háskóla Íslands. Númi stefnir á doktorsnám í lífverkfræði. Númi hefur í frítíma sínum sinnt mannréttinda- og jafnréttismálum sem varaformaður Ungliðaráðs Amnesty International á Íslandi en auk þess er Númi ritari femínistafélags Háskóla Íslands.
 • Salóme Pálsdóttir, nemandi við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Salóme stefnir á að klára BS gráðu í sálfræði við Háskóla Íslands og í kjölfarið klára meistaranám í heilsusálfræði erlendis.
 • Sigrún Perla Gísladóttir, nemandi í arkitektúr við Aarhus Arkitektskole. Í framtíðinni vill Sigrún tvinna saman umhverfismál og arkitektúr og vinna þannig að verkefnum með náttúruvernd að leiðarljósi.
 • Urður Jónsdóttir, nemandi í læknisfræði við Háskóla Íslands. Urður hefur sýnt fram á einstaka námshæfileika enda sýna einkunnir úr grunn- og framhaldsskóla að hér er á ferðinni öflugur námsmaður. Urður stefnir á að sérhæfa sig í barnalækningum eftir kandítatsárið.
 • Victoría Kristín Geirsdóttir, nemandi við Flugskóla Íslands. Victoría er að klára einkaflugmannsnám við Flugskóla Íslands og hefur í gegnum námið sýnt fram á framúrskarandi námsárangur.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall