Innborgun á kreditkort tekur við af AB gíró

27.08.2018

Um mánaðarmótin ágúst-september verður aðgerðin Greiðslur > AB gíró aflögð í netbanka, enda er almenn notkun gíróseðla að leggjast af hér á landi. AB gíróseðla verður áfram hægt að greiða í útibúum bankans.

Við bendum þeim netbankanotendum sem hafa nýtt sér AB gíró aðgerðina við að greiða inn á kreditkort, að nota framvegis aðgerðina Greiðslur > Innborgun á kreditkort. Þessi þægilegi greiðslumöguleiki skilar greiðslu inn á kreditkort og hækkar ráðstöfunarheimild kortsins strax.

Nýja aðgerðin er afar einföld í notkun þar sem m.a. er hægt að velja úr lista, þau kort sem viðskiptavinur hefur aðgang að, í stað þess að slá inn kennitölu og hluta úr kortanúmeri. Greiða má inn á kort í eigu annarra aðila eða í öðrum bankastofnunum. Í aðgerðinni velur notandi úttektarreikning, skráir upphæð innborgunar og velur því næst kortið eða skráir kortanúmerið.

Þjónustuver Íslandsbanka veitir nánari upplýsingar í síma 440 4000 eða í netspjalli á vef bankans.

Gjafakort Bónus og Krónunnar

Við viljum nota tækifærið og benda á breytingar varðandi innágreiðslur á Bónus og Krónu gjafakort.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall