Mikill áhugi á undirbúningi starfsloka

24.10.2018

Hver eru algengustu mistökin sem gerð eru við starfslok? Þetta var til umræðu á 160. fundi Íslandsbanka um fjármál við starfslok þar sem yfir 300 manns mættu. Á fundinum fór Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka, yfir þau atriði sem huga þarf að þegar kemur að starfslokum. Réttindi hjá lífeyrissjóðum, séreign, skattamál, réttindi hjá Tryggingastofnun og hvernig reglurnar hafa breyst var meðal þess sem var til umræðu.

Björn lagði áherslu á að fólk kynnti sér þær reglur sem gilda í dag, enda valda tíðar breytingar á lífeyris- og skattkerfum oft misskilningi sem reynst getur afar kostnaðarsamur.

Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara og Þórey S. Þórðardóttir, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, tóku þátt í umræðum í lok fundar. Þar nefndi Þórunn sérstaklega mikilvægi þess að hugað væri að starfslokum snemma. Við 55 ára aldur sé fullt tilefni til að fólk kannaði stöðu sína og í hvað stefni, en því miður ráðist flestir í slíkt allt of seint.

Nánari upplýsingar um fjármál við starfslok má finna á starfslokasíðu Íslandsbanka.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall