Skert þjónusta vegna kvennafrís

24.10.2018

Skert þjónusta verður hjá Íslandsbanka í dag eftir 14.55 þegar konur eru hvattar til að leggja niður störf til að taka þátt í samstöðufundi til að vekja athygli á launamun kynjanna. 

Íslandsbanki hvetur konur til að taka þátt og sýna samstöðu í verki með því að mæta á Arnarhól. Íslandsbanki leggur mikla áherslu á jöfn tækifæri fyrir karla og konur og að auka vitund um þann ávinning sem jafnrétti hefur fyrir fyrirtækið og samfélagið. Bankinn hefur stuðlað að því að jafna laun kynjanna, auka möguleika beggja kynja til starfsframa og jafna hlutföll kynjanna í stjórnendastöðum. Bankinn skrifaði meðal annars undir Jafnréttissáttmála UN Women og UN Global Compact 2011, hlaut Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC árið 2015, Hvatningarverðlaun Jafnréttismála 2016 og vinnur nú að því að uppfylla kröfur IST85:2012 Jafnlaunastaðall og öðlast þannig jafnlaunavottun 2018. Bankinn vinnur því ötullega að því að útrýma hvers konar mismunun.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall