Öruggt og auðkennanlegt netspjall

26.10.2018

Íslandsbanki opnar í dag fyrir öruggt auðkennanlegt netspjall á vef sínum, www.islandsbanki.is. Hægt verður að nýta sér þjónustu bankans í gegnum netspjall frá 8.30-17 alla virka daga. Hingað til hefur þessi þjónusta ekki verið til staðar í íslenskri fjármálaþjónustu en þessi þjónustuleið hefur notið mikilla vinsælda víða um heim. Með þessu er hægt að fá þjónustu hratt og örugglega í gegnum öruggt vefsvæði og öll almenn bankaþjónusta veitt í gegnum netspjallið.

Þetta er hluti af stafrænni vegferð bankans en að undanförnu hefur bankinn kynnt nýjar lausnir sem viðskiptavinir nýta sér í sí auknum mæli. Meðal nýrra lausna:

  • Sækja um greiðsludreifingu í kortaappi
  • Sækja um yfirdrátt í appi
  • Sækja um lækkun/hækkun á yfirdráttarheimild
  • Skoða rauntímastöðu kreditkorta í kortaappi
  • Sækja pin númer í kortaappi
  • Sjá stöðu vildarpunkta í kortaappi
  • Nýta sér fjölmörg tilboð Fríðu og fá endurgreitt inn á reikning
  • Rafrænt greiðslumat
  • Tímabókanir hjá ráðgjöfum á heimasíðu
  • Innan tíðar snertilausar símagreiðslur

Viðskiptavinum er áfram bent á appið, þjónustuver bankans í síma 440-4000 og netfangið islandsbanki@islandsbanki.is.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall