Íslandsbanki í samstarf við stærsta fjártæknisetur heims

01.11.2018
Íslandsbanki og Lattice 80 hafa skrifað undir samstarf á sviði fjártækni. Íslandsbanki kynnti á vormánuðum að bankinn stefni á að opna fyrir samstarf um þróun á framtíðar fjártæknilausnum þar sem þriðja aðila er veitt aðgengi að upplýsingum í gegnum öruggar vefþjónustur. Með því að nýta gögn bankans verður hægt að þróa lausnir sem miða að því að veita viðskiptavinum enn betri þjónustu.

Með samstarfinu við Lattice 80 er búinn til vettvangur fyrir þá sem þróa lausnir í samstarfi við bankann til að koma lausnum á framfæri á mun stærri markaði í alþjóðlegu umhverfi. Lattice 80 er stærsta fjártæknisamfélag í heiminum í dag og aðstoðar nýsköpunarfyrirtæki að þróa lausnir sínar og koma þeim á framfæri á alþjóðamarkaði. Lattice 80 tengir í dag saman 11.000 nýsköpunarfyrirtæki í 100 borgum.

Íslandsbanki og Háskólinn í Reykjavík tilkynntu nýlega um samstarf þar sem nemendur og starfsfólk Íslandsbanka vinna saman að rannsóknum og þróun á nýjum fjártæknilausnum. Lattice 80 mun efla það samstarf enn frekar og aðstoða við að þróa lausnir fyrir bankakerfi framtíðarinnar.

Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs:

„Við erum mjög stolt af því að vera í samstarfi við stærsta fjártæknisamfélag heims og sjáum fjölmörg tækifæri fyrir okkar samstarfsaðila og lausnir þeirra. Fjártækni í fjármálaþjónustu fleygir fram og við höfum þegar fengið fjölmargar öflugar umsóknir eftir að við tilkynntum að við myndum opna bankann. Íslenskt háskólasamfélag er gríðarlega öflugt og styður vel við hraða þróun lausna hér á landi. Samstarfið við Lattice 80 mun efla lausnirnar enn frekar og koma þeim á framfæri á alþjóðamarkaði sem er mikill akkur fyrir okkar samstarfsfélaga.“

Joe Seunghyun Cho, stofnandi og forstjóri Lattice80:

„Ísland er alveg einstakur staður. Menningin og landfræðileg staðsetning gera Ísland að fullkominni miðstöð sem tengir saman bandarískan og evrópskan markað. 100% endurnýjanleg orka sem og mikil meðvitund um samfélagslega ábyrgð gera Ísland að fullkomnum stað til að þróa fjártæknilausnir sem hafa jákvæð áhrif. Við er ákaflega spennt að starfa með Íslandsbanka að þróun nýrra fjártæknilausna og styðja um leið háskólasamfélagið.“

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall