Grænn skuldabréfasjóður Íslandssjóða

02.11.2018

Íslandssjóðir, elsta eignastýringarfyrirtæki landsins og dótturfélag Íslandsbanka, hefur stofnað sjóðinn IS Græn skuldabréf sem fjárfestir í skuldabréfum sem ætlað er að hafa jákvæð áhrif á umhverfi okkar og samfélag, til dæmis með fjármögnun verkefna sem draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.

Nasdaq Iceland hefur sett á stofn lista fyrir sjálfbær skuldabréf og munu IS Græn skuldabréf taka virkan þátt í að byggja upp þennan nýja markað.

Sjóðurinn er nú þegar vel fjármagnaður og er góður valkostur fyrir sparifjáreigendur sem leggja áherslu á umhverfis- og samfélagsmál án þess að slaka á kröfum um góða langtíma ávöxtun.
Erlendis hefur markaðurinn með græn skuldabréf vaxið ört á undanförnum árum m.a. á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum.

Stjórn Íslandssjóða hefur undirritað meginreglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (UN PRI) ásamt því að félagið er einn af stofnaðilum IcelandSIF, samtökum um ábyrgar fjárfestingar á Íslandi. Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti hefur frá árinu 2013 veitt Íslandssjóðum viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum.

Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða:

,,Við hjá Íslandssjóðum sjáum mikil tækifæri í að bjóða fjárfestum sjóð með skýra stefnu í umhverfis- og samfélagsmálum. Við sjáum sóknarfæri í því að hafa jákvæð áhrif og byggja m.a. á ímynd landsins um hreina náttúru og heilbrigt samfélag. Við viljum bjóða upp á skýran valkost. Sjóð sem býður upp á faglega stýringu og samkeppnishæfa ávöxtun en gefur fjárfestum jafnframt tækifæri til að láta gott af sér leiða.“

Magnús Harðarson, aðstoðarforstjóri Nasdaq Iceland:

„Við óskum Íslandssjóðum innilega til hamingju með áfangann. Systurmarkaðir okkar í Nasdaq hafa lengi boðið upp á vörur fyrir sjálfbærar fjárfestingar og því er það sérlegt ánægjuefni fyrir okkur að nú sé að skapast grundvöllur fyrir þær hér á landi. Við fögnum því frumkvæði Íslandssjóða. Við sjáum þróun í þá átt að útgáfa sjálfbærra skuldabréfa aukist á næstu misserum, sem skapar nýja möguleika fyrir fyrirtæki og fjárfesta sem kjósa að fjárfesta samkvæmt sjálfbærum gildum.“

Allar nánari upplýsingar veitir Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða hf., í síma 844 2950.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall