Borgaðu með símanum í næsta posa

13.11.2018

Viðskiptavinir Íslandsbanka geta frá og með deginum í dag greitt með símanum sínum í snertilausum posum um allan heim. Þetta er án efa greiðslumáti framtíðarinnar og mun einfalda greiðslur enn frekar.

Snertilausar greiðslur með símanum þínum verða fyrst um sinn aðeins í boði fyrir handhafa kreditkorta og fyrirframgreiddra korta frá Kreditkorti og Íslandsbanka og fyrir Android notendur. Við munum innan tíðar bjóða upp á lausnina fyrir Apple notendur, fleiri kortategundir, sem og Garmin og Fitbit snjallúr.

Samhliða frekari þróun á Kreditkortsappinu flytjum við vörumerkið Kreditkort alfarið yfir til Íslandsbanka, þar með talið vefsíðu og alla aðra þjónustu.

Snertilausar greiðslur með símanum fara fram í gegnum Kort frá Íslandsbanka (áður Kreditkortsappið) þar sem allar kortaaðgerðir eru á einum stað. Þar getur þú:

  • Séð stöðu korta í rauntíma
  • Greitt með Android símanum þínum í posum
  • Fryst kort
  • Sótt PIN númer
  • Skoðað stöðu Vildarpunkta Icelandair
  • Virkjað tilboð í Fríðu – fríðindakerfi Íslandsbanka
  • Dreift kortafærslum og -reikningum
  • Stillt heimild korta

Við vinnum stöðugt að nýjum stafrænum lausnum til að gera öll þín kortaviðskipti sem einföldust og þægilegust. Þú sérð eftir sem áður allar þínar kortaupplýsingar á mínum kortasíðum.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall