Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019

Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. 

Breytingarnar munu hafa áhrif á eftirfarandi verðtryggða reikninga Íslandsbanka; Framtíðarreikninga, Húsnæðissparnaðarreikninga VTR og Sparileiðir.

Hingað til hafa reglur um verðtryggða reikninga verið þannig að innstæða þeirra er laus í einn mánuð eftir umsaminn binditíma, en eftir það bundist aftur í fimm mánuði í senn og síðan losnað í einn mánuð aftur o.s.frv. Frá gildistöku hinna nýju reglna verður innstæða verðtryggðra reikninga laus í einn mánuð að loknum binditíma. Að þeim tíma liðnum binst innstæðan á ný og verður upp frá því uppsegjanleg með þriggja mánaða fyrirvara.

Hægt er að lesa nánar um nýju reglur Seðlabankans hér.

Nýjustu fréttir

Nýr vefur Íslandsbanka

23.01.2019
Nýr og glæsilegur vefur Íslandsbanka fór í loftið í dag. Vefurinn hefur verið endurhannaðar og forritaður frá grunni í samstarfi við Kolibri og...Nánar

Ásmundur ráðinn framkvæmdastjóri Fyrirtækja og fjárfesta

23.01.2019
Ásmundur Tryggvason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka en hann tekur við keflinu af Vilhelm Má Þorsteinssyni...Nánar

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar
Netspjall