Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019

Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli. Söluferlið verður opið og gagnsætt og hefur ráðgjafafyrirtækinu Corestar Partners og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka verið falið að sjá um það. 

Tilhögun söluferlis

Söluferlið verður opið öllum áhugasömum fjárfestum sem uppfylla skilyrði um fjárhagslegan styrk auk þess að geta sýnt fram á nægjanlega þekkingu og reynslu til þátttöku í söluferlinu.

Áhugasömum fjárfestum er bent á að hafa samband við söluráðgjafa. Áhugasamir fjárfestar þurfa að fylla út trúnaðaryfirlýsingu ásamt því að leggja fram nauðsynlegar upplýsingar og gögn í tengslum við skilyrði söluferlisins í samráði við söluráðgjafa. Seljandi áskilur sér þó rétt til þess að takmarka aðgang að söluferlinu, t.d. þegar fyrir hendi eru lagalegar takmarkanir á því að fjárfestir eignist ráðandi hlut í félaginu, svo sem vegna samkeppnisreglna. Jafnframt er vakin athygli á því að samþykki Fjármálaeftirlitsins er skilyrði fyrir því að fjárfestir geti farið með virkan eignarhlut í félagi í færsluhirðingu og kortaútgáfu á Íslandi.

Fyrir frekari upplýsingar um söluferlið, vinsamlegast hafið samband við fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka, borgunsalesprocess@islandsbanki.is, eða Corestar Partners, mbartik@corestarpartners.com.

Nánari upplýsingar veita:

Samskiptastjóri – Edda Hermannsdóttir, edda.hermannsdottir@islandsbanki.is og í síma 844 4005.

Nýjustu fréttir

Nýr vefur Íslandsbanka

23.01.2019
Nýr og glæsilegur vefur Íslandsbanka fór í loftið í dag. Vefurinn hefur verið endurhannaðar og forritaður frá grunni í samstarfi við Kolibri og...Nánar

Ásmundur ráðinn framkvæmdastjóri Fyrirtækja og fjárfesta

23.01.2019
Ásmundur Tryggvason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka en hann tekur við keflinu af Vilhelm Má Þorsteinssyni...Nánar

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar
Netspjall