Nýr vefur Íslandsbanka

23.01.2019

Nýr og glæsilegur vefur Íslandsbanka fór í loftið í dag. Vefurinn hefur verið endurhannaðar og forritaður frá grunni í samstarfi við Kolibri og Brandenburg en öll ásýnd vörumerkis okkar hefur verið uppfærð síðustu mánuði og vefurinn endurspeglar það nýja viðmót.

Við vinnu á vefnum var farið vel yfir hegðun, væntingar og þarfir viðskiptavina bankans í dag og framtíðarviðskiptavina. Þetta var gert með ítarlegum notendarannsóknum og þarfagreiningum. Verkefnið var unnið í nánu samstarfi við starfsfólk á öllum sviðum bankans og jafnframt tóku viðskiptavinir þátt í prófunum. Einfaldleikinn var látinn ráða för til þess að gera léttara undir efninu og um leið gera fjármál aðgengilegri fyrir notendur. Innan tíðar verður allur vefurinn aðgengilegur á ensku. Þá var mikil áhersla lögð á að gera vefinn aðgengilegan öllum og voru þarfir einstaklinga með sérþarfir s.s. blindra og sjónskertra hafðar sérstaklega í huga.

Vefurinn mun áfram taka breytingum á næstu misserum og haldið verður áfram að þróa hann og betrumbæta. Viðskiptavinir eru hvattir til að hafa samband ef þeir hafa einhverjar athugasemdir sem geta nýst við þessa vinnu í netfangið vefstjori@islandsbanki.is. Gamli vefurinn verður áfram aðgengilegur á slóðinni:

https://gamli.islandsbanki.is/

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall