Nýr vefur Íslandsbanka

23.01.2019

Nýr og glæsilegur vefur Íslandsbanka fór í loftið í dag. Vefurinn hefur verið endurhannaðar og forritaður frá grunni í samstarfi við Kolibri og Brandenburg en öll ásýnd vörumerkis okkar hefur verið uppfærð síðustu mánuði og vefurinn endurspeglar það nýja viðmót.

Við vinnu á vefnum var farið vel yfir hegðun, væntingar og þarfir viðskiptavina bankans í dag og framtíðarviðskiptavina. Þetta var gert með ítarlegum notendarannsóknum og þarfagreiningum. Verkefnið var unnið í nánu samstarfi við starfsfólk á öllum sviðum bankans og jafnframt tóku viðskiptavinir þátt í prófunum. Einfaldleikinn var látinn ráða för til þess að gera léttara undir efninu og um leið gera fjármál aðgengilegri fyrir notendur. Innan tíðar verður allur vefurinn aðgengilegur á ensku. Þá var mikil áhersla lögð á að gera vefinn aðgengilegan öllum og voru þarfir einstaklinga með sérþarfir s.s. blindra og sjónskertra hafðar sérstaklega í huga.

Vefurinn mun áfram taka breytingum á næstu misserum og haldið verður áfram að þróa hann og betrumbæta. Viðskiptavinir eru hvattir til að hafa samband ef þeir hafa einhverjar athugasemdir sem geta nýst við þessa vinnu í netfangið vefstjori@islandsbanki.is. Gamli vefurinn verður áfram aðgengilegur á slóðinni:

https://gamli.islandsbanki.is/

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar

Birting á afkomu ársins 2018

30.01.2019 - Kauphöll
Eftir lokun markaða miðvikudaginn 13. febrúar 2019Nánar

Íslandsbanki endurnýjar ekki samning um lánshæfi við Fitch Ratings

30.01.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur ákveðið að endurnýja ekki samning við Fitch Ratings um lánshæfismat. Nánar

Íslandsbanki hlýtur jafnlaunavottun

30.01.2019
Íslandsbanki hefur hlotið faggilta jafnlaunavottun, en meginmarkmið slíkrar vottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti...Nánar

Nýr vefur Íslandsbanka

23.01.2019
Nýr og glæsilegur vefur Íslandsbanka fór í loftið í dag. Vefurinn hefur verið endurhannaðar og forritaður frá grunni í samstarfi við Kolibri og...Nánar

Ásmundur ráðinn framkvæmdastjóri Fyrirtækja og fjárfesta

23.01.2019
Ásmundur Tryggvason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka en hann tekur við keflinu af Vilhelm Má Þorsteinssyni...Nánar
Netspjall