Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll

Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti sem jafngildir 130 punkta álagi yfir millibankavexti í evrum.

Mikill áhugi var á skuldabréfaútgáfunni frá evrópskum fjárfestum og var fjórföld eftirspurn eftir útgáfunni sem endurspeglar mikla trú alþjóðlegra fjárfesta á rekstri bankans og íslensku efnahagsumhverfi.

Stefnt er að skráningu í kauphöllina á Írlandi þann 12. apríl 2019 og verður útgáfan gefin út undir 2.500.000.000 bandaríkjadollara Global Medium Term Notes (GMTN) útgáfuramma bankans sem nálgast má á vef bankans.

Umsjónaraðilar útboðsins voru BofA Merrill Lynch, Citi, Deutsche Bank og Morgan Stanley.

Samhliða útgáfunni, þá tilkynnti bankinn um skilyrt endurkaupatilboð fyrir allt að 300 milljónir evra að nafnvirði, á 500 milljóna evra 1,750% skuldabréfaútgáfu bankans sem er á gjalddaga 7. september 2020 (ISIN XS1484148157/148414815).

Tilboðið er háð þeim skilmálum og skilyrðum sem lýst er í endurkaupatilboðinu (e. Tender Offer Memorandum) dagsettu 4. apríl 2019. Endurkaupatilboðið er liður í að viðhalda sterkum efnahagsreikningi bankans en minnka jafnframt endurfjármögnunaráhættu.

Umsjónaraðilar með endurkaupatilboðinu voru einnig: BofA Merrill Lynch, Citi, Deutsche Bank og Morgan Stanley.

Nánari upplýsingar um endurkaupin er að finna í tilkynningu sem birt er opinberlega í írsku kauphöllinni þar sem skuldabréfið er skráð. Að uppfylltum tilteknum skilyrðum má nálgast skilmála endurkaupatilboðs hjá umsýsluaðila endurkaupanna, Lucid Issuer Services Limited (netfang: islandsbanki@lucid-is.com, sími: +44 20 7704 0880).

Nánari upplýsingar veitir:

Fjárfestatengsl – Gunnar Magnússon, ir@islandsbanki.is og í síma 440 4665.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall