Úthlutunarreglur

Úthlutunarreglur fyrir Frumkvöðlasjóð Íslandsbanka

1. gr.
Úthlutanir skulu vera í samræmi við tilgang og markmið sjóðsins. Tilgangur sjóðsins er að styrkja verkefni á sviði umhverfismála með sérstaka áherslu á endurnýjanlega orku, sjálfbæran sjávarútveg og verndun hafsvæða. Markmiðið sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og þróunar á ofangreindum sviðum.

2. gr.
Sjóðurinn auglýsir eftir umsóknum um styrki og úthlutar að jafnaði tvisvar á ári. 

3. gr.
Í auglýsingu styrkja skal koma fram:
a. Upplýsingar um tilgang og stefnu sjóðsins
b. Úthlutunardagur
c. Umsóknarfrestur
d. Upphæðir sem hægt er að sækja um
e. Að umsóknareyðublöð verði aðgengileg á www.islandsbanki.is

4. gr.
Umsókn skal vera á rafrænum eyðublöðum sjóðsins. Með umsóknum skal fylgja, eftir því sem við á, greinargóð lýsing á verkefninu, verk- og tímaáætlun, ítarleg fjárhagsáætlun (kostnaðar- og tekjuáætlun), upplýsingar um aðra fjármögnun verkefnis, ársreikningur og upplýsingar um eignarhald og rekstrarform. 

5. gr.
Stjórn sjóðsins er heimilt að skipa úthlutunarnefnd sem fer yfir umsóknir og gerir tillögur til stjórnar um úthlutun styrkja. Stjórn sjóðsins hefur heimild til að kalla eftir frekari upplýsingum frá umsækjendum svo sem um viðskiptasögu, auk þess sem sjóðnum er heimilt að kanna stöðu umsækjenda í vanskilaskrá. Úthlutunarnefnd eða stjórn sjóðsins skal, eftir því sem tilefni er til, bera umsóknir undir sérfræðinga á því sviði sem sótt er um. Stjórn sjóðsins er heimilt að hafna öllum umsóknum, ef verkefni sem sótt er um styrk fyrir, falla ekki innan tilgangs eða markmiðs sjóðsins eða uppfylli að öðru leyti ekki þær kröfur sem gerðar eru til verkefna.

6. gr.
Umsækjandi ábyrgist að fullnægjandi leyfi séu fyrir þeirri starfsemi sem styrkumsóknin nær til.

7. gr.
Styrkir skulu greiddir inná reikning hjá Íslandsbanka og skal ráðstafað þaðan af hálfu styrkþega til verkefnisins. 

Við úthlutun skal styrkþega að jafnaði tilnefndur tengiliður í einu af útibúum Íslandsbanka sem verður honum til ráðgjafar við verkefnið og veitir eftir atvikum aðstoð við fjármál verkefnisins.
Sjóðurinn og styrkþegi gera með sér sérstakan samning sem m.a. kveður á um fyrirkomulag greiðslu, skil á skýrslum og eftirfylgni. Að öðru leyti ber styrkþega að veita sjóðnum upplýsingar um framkvæmd verkefnisins þegar og ef eftir því er leitað og eins getur sjóðurinn óskað eftir bókhaldsgögnum.
Heimilt er að greiða hluta styrks við undirritun samnings eða við framlagningu framvinduskýrslu (áfangaskýrslu) en lokagreiðsla fer fram þegar lokaskýrsla hefur borist og hún samþykkt. Nánar skal kveða á um fyrirkomulag greiðslu í samningi.

Reykjavík, 5. nóvember 2012Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall