Hjálparhönd

Íslandsbanki býður starfsmönnum sínum að leggja sitt af mörkum til góðgerðarmála. Starfsmenn bankans geta varið einum vinnudegi á ári í þágu góðs málefnis og velja sér sjálfir það málefni sem þeir vilja veita liðsinni.

Um er að ræða sjálfboðaliðastörf fyrir góðgerðarfélög, mannúðarsamtök, björgunarsveitir og ýmis önnur góð málefni.

Íslandsbanki hefur lagt ríka áherslu á að leggja samfélaginu lið, ekki aðeins með styrkjum heldur einnig virkri þátttöku starfsfólks bankans í verkefnum sem horfa til heilla í samfélaginu.

Með því að bjóða starfsfólki sínu einn dag á ári til að sinna góðgerðamálum vill bankinn rétta samfélagsverkefnum um land allt hjálparhönd

Verkefnin

Fyrsta verkefnið var fyrir Skógræktarfélag Reykjavíkur í Vífilsstaðahlíð í Heiðmörk. Þar tíndu starfsmenn rusl og gróðursettu tré. 


* Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út

Sendu okkur hugmynd

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall