Fræðsla

Íslandsbanki styður við verkefni sem stuðla að fjármálaþekkingu, menntun og fræðslu. Bankinn veitir árlega námsstyrki til framúrskarandi nemenda og býður að auki upp á aðgengilega og áhugaverða fræðslu til að auka þekkingu, færni og áhuga á fjármálum. 

Næstu skref

Opna allt

Íslandsbanki styður vel við bakið á námsmönnum sem eru á framhaldsskóla- og háskólastigi. Á hverju ári úthlutar Íslandsbanki námsstyrkjum til námsvildarfélaga að verðmæti 4,3 milljónum króna til 13 nemenda á framhaldsskóla- og háskólastigi.

Íslandsbanki er bakhjarl og virkur þátttakandi á Arctic Circle rástefnunni um framtíð norðurslóða sem haldin verður í Hörpu 16.-18. október. Að ráðstefnunni starfa á annað þúsund manns, jafnt fræðimenn sem þjóðarleiðtogar, innlendar og erlendar stofnanir að málefnum norðurslóða.

Nánar

Íslandsbanki hefur frá árinu 2005 veitt Hvatningarverðlaun þeim nemenda í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem hefur skarað framúr á einhvern hátt á tónlistarsviðinu og á framtíð fyrir sér á tónlistarsviðinu. Íslandsbanki greiðir skólagjöld þess nemenda í Tónlistarskólanum árið eftir.

Íslandsbanki, í gegnum Reikningsstofu bankanna, er einn styrktaraðila sjóðsins Forritarar framtíðarinnar. Sjóðurinn er samfélagsverkefni sem hefur það hlutverk að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins.

Nánar

Íslandsbanki styður við bakið á Vilborgu Örnu Gissurardóttur sem hefur sett sér það markmið að klífa Tindana sjö á einu ári. Verkefnið byggist á því að klífa hæsta fjallstind í hverri heimsálfu og endar verkefnið á Everest tindi, hæsta fjalli heims.

Nánar

Íslandsbanki hefur styrkt Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Suðurnesjum síðast liðin ár með því að leggja til verðlaun í keppnina. Fjölbrautaskóli Suðurnesja stendur fyrir keppninni ár hvert þar sem á annað hundrað nemendur í 8. til 10. bekk í grunnskólum á Suðurnesjum keppa.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall