Framvísun skilríkja

Öryggisins vegna förum við fram á að þú sýnir gjaldkera persónuskilríki.*

Þú þarft að hafa tvennt í huga:

  • Að skilríkin séu ekki útrunnin
  • Að þau séu viðurkennd sem löggild af hinu opinbera 

Löggild skilríki eru:

  • Vegabréf
  • Ökuskírteini
  • Nafnskírteini 

Debet- og kreditkort teljast ekki gild skilríki, né heldur önnur skírteini, s.s. örorkuskírteini eða 
skipstjórnarskírteini.

* Lög nr. 64/2006 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka leggja þá skyldu á banka og aðrar fjármálastofnanir að þær sannreyni hver viðskiptavinurinn er með því að óska eftir gildum persónuskilríkjum og taka afrit af þeim. Þau kveða líka á um áreiðanleikakönnun á viðskiptavinum, sem felur í sér að þeir eru beðnir að svara nokkrum spurningum þegar stofnað er til viðskipta, við stofnun nýs reiknings og við gjaldeyrisviðskipti.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall