Spurt og svarað um sameiningu útibúa

Sameining útibúanna á Kirkjusandi (515) og Suðurlandsbraut (526)

Opna allt

Ákveðið hefur verið að sameina útibúin á Kirkjusandi og Suðurlandsbraut 14 á Suðurlandsbraut 14 undir heitinu Laugardalur. Þar verður starfrækt öflugt og stórt útibú þar sem áhersla verður lögð á fjármálaþjónustu fyrir einstaklinga og lítil og meðalstór fyrirtæki.

Tekin var ákvörðun síðasta vor að flytja höfuðstöðvar af Kirkjusandi og í framhaldi var ákveðið að sameina útibúið á Kirkjusandi við útibúið á Suðurlandsbraut. Sameinað útibú mun þjóna sama svæði og núverandi útibú hafa þjónustað hingað til.

Núverandi starfsfólk útibúanna mun starfa í sameinuðu útibúi á Suðurlandsbraut.

Við flytjum útibúin tímabundið upp á 2. og 3. hæð í núverandi húsnæði á Suðurlandsbraut 14 en við munum opna nýtt og glæsilegt útibú 10. apríl.

Útibússtjóri í sameinuðu útibúi veður Björn Sveinsson, útibússtjóri á Kirkjusandi. Aðstoðarútibússtjórar verða Vilborg Þórarinsdóttir, núverandi útibússtjóri á Suðurlandsbraut og Þórður Kristleifsson, núverandi aðstoðarútibússtjóri á Kirkjusandi. Viðskipastjóri einstaklinga veður Dröfn Guðnadóttir, núverandi viðskiptastjóri á Suðurlandsbraut.

Þjónusturáðgjafar munu koma frá öllum sameiningarútibúum en búast má við einhverjum breytingum

Höfum ráðið bílastæðavörð til að aðstoða viðskiptavini við að finna bílastæði. Bílastæði fyrir viðskiptavini eru bæði að framanverðu og bak við húsið.

Reikningsnúmer verða óbreytt en mögulegt er að bankanúmer breytist hjá einhverjum viðskiptavinum.

Hægt er að sækja þjónustu í önnur útibú bankans. Íslandsbanki er með útibú Granda, Höfða og Norðurturn og sjálfsafgreiðsluútibú í Kringlu. Einnig er hægt að hafa samband við þjónustuver í síma 4404000 en þar hægt að fá ráðgjöf í síma eða í gegn um vef.

Já, stefnt er að því að hafa áfram hraðbanka á Kirkjusandi eða í nágrenni.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall