Við bjóðum góðan vinnustað

Samheldinn og metnaðarfullur hópur 

Við störfum í krefjandi umhverfi þar sem verkefnin eru fjölbreytt og síbreytileg. Á sama tíma viljum við bjóða upp á gott og heilbrigt starfsumhverfi þar sem mikil áhersla er lögð á jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Við leggjum mikla áherslu á að vera fagleg, jákvæð og framsýn og lifa þannig gildin okkar. 

Allir starfsmenn koma saman einu sinni á ári á stefnufundi og þannig hefur hver og einn áhrif á stefnu og framtíðarsýn bankans. 

En umfram allt viljum við að það það sé gaman í vinnunni, að fólk fái að takast á við krefjandi verkefni, tækifæri til að þróast í starfi, sveigjanleika til að geta sinnt fjölskyldu og áhugamálum og líði yfir höfuð vel.

Starfsánægja og starfsumhverfi

Ánægðir og áhugasamir starfsmenn eru grunnurinn að góðri þjónustu.

Heilbrigði og velferð

Við höfum mikla trú á því að heilbrigðari starfsmenn skili betri vinnu.

Frábært félagslíf

Íslandsbanki er mjög lifandi og skemmtilegur vinnustaður.

Fræðsla og þjálfun

Það er nauðsynlegt að viðhalda hæfni og færni með sífelldri endurnýjun á þekkingu.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall