Frábært félagslíf

Íslandsbanki er mjög lifandi og skemmtilegur vinnustaður, en hann er það bara vegna þess að starfsfólkið gerir hann skemmtilegan. Hér er öflugt félagslíf, bæði á vegum bankans og starfsmannafélagsins. Við höldum árshátíð og jólagleði auk þess sem félagslífið í vinnunni er með líflegasta móti. 

En félagslífið sprettur líka út frá áhugamálum starfsmanna. Þannig eru hér starfræktur fjöldinn allur af hópum og klúbbum á borð við göngu-, golf-, matar- og handavinnuklúbba, en þeir eru alfarið stofnaðir og reknir af starfsmönnum.

Starfsmannafélagið heldur svo utan um fjölskyldur starfsmanna með ýmsum viðburðum. Á sumrin er haldinn fjölskyldudagur þar sem við leikum okkur og njótum þess að eiga eftirminnilegan dag saman. Um jólin er haldið jólaball fyrir börnin, jólabingó og margt, margt fleira.

Að lokum er mikið um að einstaka deildir og svið hristi sig saman og skapa þannig líflegt og skemmtilegt vinnuumhverfi.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall