Jafnrétti

Íslandsbanki leggur áherslu á jafnrétti kynjanna og að nýta til jafns styrkleika kvenna og karla. Í auglýsingum eru störf ókyngreind. Ef karl og kona eru í lokaúrtaki um starf og þau eru jafn hæf er leitast við að ráða það kyn sem hallar á. Stefnt er að því að hafa sem jafnast hlutfall kynja á sviðum, deildum, nefndum, ráðum og stjórnum sem og í stjórnendastöðum. Í dag eru kynjahlutföll stjórnenda jöfn.

Jafnlaunaúttekt PwC

Við ákvörðun launa skal þess gætt að einstaklingum sé ekki mismunað á grundvelli kyns og að starfsmenn njóti sömu kjara fyrir sambærilega frammistöðu og ábyrgð. Starfsmenn hafa sambærilega möguleika til starfsþjálfunar, endurmenntunar og til að sækja námskeið sem haldin eru til að hauka hæfni í starfi eða til undirbúnings öðrum störfum, þar sem það á við. Allt starfsfólk, óháð kyni, á rétt á því að komið sé fram við það af virðingu og að það sæti ekki einelti, kynbundinni eða kynferðislegri áreitni.

Árið 2015 hlaut Íslandsbanki Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC.

Sveigjanleiki

Starfsfólki er gert kleift að samræma skyldur sínar gagnvart vinnu og fjölskyldu með sveigjanlegum vinnutíma, hlutastörfum eða annarri vinnuhagræðingu, eftir því sem við verður komið og þörf er á. Mismunandi fjölskylduaðstæðum s.s. veikindum barna eða umönnun aldraðra foreldra, er sýndur skilningur. Reynt er að lágmarka yfirvinnu og leitast er við að atburðir og námskeið séu haldin á vinnutíma þar sem því er við komið. Við endurkomu úr fæðingarorlofi stendur starfsfólki til boða sveigjanlegt starfshltutfall á fyrsta aldursári barnsins.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall