Starfsánægja og starfsumhverfi

Ánægðir og áhugasamir starfsmenn eru grunnurinn að góðri þjónustu. Þar af leiðandi leggjum við mikla áherslu á að skapa umhverfi sem styður við almenna velferð starfsmanna og gott upplýsingaflæði. Mikilvægir hlutir í því samhengi eru fræðsla, jöfn tækifæri til starfsþróunar og öflugt félagsstarf.

Starfsumhverfið þarf að vera uppbyggilegt, laust við einelti og mismunun og verðlauna framtakssemi, frumkvöðlahugsun og framsýni.

Á hverju ári eru framkvæmdar vinnustaðagreiningar þar sem allir fá tækifæri til að segja sínar skoðanir, meta sinn næsta yfirmann og starfsumhverfi. Niðurstöður þessara greininga sýna að starfsandi í Íslandsbanka er mjög góður og flestir mæla með bankanum sem góðum vinnustað.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall