Mannauðsstefna

Markmið Íslandsbanka er að ráða, efla og halda hæfu og traustu starfsfólki. Íslandsbanki sækist eftir starfsfólki sem býr yfir yfirburðaþekkingu eða reynslu, er jákvætt, faglegt og framsýnt og leitar ávallt bestu lausna fyrir viðskiptavini bankans.

Íslandsbanki leggur áherslu á hæfi starfsmanna með því að fjárfesta stöðugt í fræðslu og þjálfun þeirra. Fræðsla og þjálfun er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda og byggist á reglulegri og uppbyggilegri endurgjöf á frammistöðu. Markmið Íslandsbanka er að styrkleikar hvers og eins fái að njóta sín í starfi.

Íslandsbanka er annt um vellíðan starfsmanna og styður við heilbrigði með ýmsum hætti. Unnið er eftir jafnréttisáætlun og einelti og kynferðisleg áreitni er ekki liðin.

Íslandsbanki hvetur starfsmenn til opinna, hreinskiptinna og uppbyggilegra samskipta þar sem gagnkvæm virðing ríkir. Íslandsbanki leggur áherslu á að allir starfsmenn stuðli að góðum starfsanda, leggi sig fram við að efla liðsheildina og styðji hvern annan.

Hægt er að nálgast Mannauðsstefnu Íslandsbanka hér

Íslandsbanki leggur áherslu á að

 • Starfsmenn leggi sig fram við að efla liðsheildina og styðji hver annan
 • Virðing sé borin fyrir fjölskylduaðstæðum starfsmanna
 • Vera með metnaðarfulla einstaklinga með fjölbreyttan bakgrunn
 • Starfsfólk bæti stöðugt við sig þekkingu og miðli til samstarfsmanna
 • Starfsmenn séu vel upplýstir um starfsemi bankans
 • Kanna viðhorf starfsmanna til vinnustaðarins reglulega
 • Gæta jafnræðis og hlutleysis við ráðningar
 • Að starfsmenn fái reglulega hreinskipta og uppbyggilega endurgjöf á frammistöðu sína
 • Starfsmenn fái tækifæri til að takast á við ný verkefni og aukna ábyrgð
 • Starfsmenn eigi kost á sveigjanlegum vinnutíma þar sem því verður við komið
 • Skapa hvetjandi og skemmtilegt starfsumhverfi
 • Starfsmenn taki þátt í mótun bankans
 • Starfsmenn sýni frumkvæði
 • Starfsmenn tileinki sér gildi Íslandsbanka
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall