Störf í boði

Ráðningavefur Íslandsbanka

Á ráðningavefnum getur þú sótt um auglýst störf eða lagt inn almenna starfsumsókn. 

Þar er einnig hægt að skrá eða uppfæra grunnupplýsingar, skipta um mynd, bæta inn viðhengjum og eyða þeim sem eru úreld.

Auglýst störf eru inná ráðningavefnum

Almenn starfsumsókn

Auglýst störf í boði

 

Við leitum að ráðgjafa einstaklinga í útibú Íslandsbanka á Reyðarfirði. Viðkomandi þarf að vera áhugasamur og hafa metnað og vilja til að veita viðskiptavinum okkar úrvalsþjónustu.

 

Starfið er tímabundið frá október 2019 til 31. desember 2020

 

 

Helstu verkefni:

 

 • Ráðgjöf um fjármál einstaklinga
 • Gjaldkerastörf og uppgjör sjóðs
 • Að veita framúrskarandi þjónustu
 • Önnur verkefni eftir nánara samkomulagi

 

Hæfniskröfur:

 

 • Háskólamenntun æskileg
 • Góð tölvukunnátta
 • Geta unnið undir álagi
 • Nákvæmni og talnaskilningur
 • Samstarfshæfni

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Brynjar Árnason, útibússtjóri, sími 440-3669, netfang: brynjar.arnason@islandsbanki.is

Á Mannauðssviði veita Sigrún Ólafsdóttir nánari upplýsingar, sími 440 4172, sigrun.olafs@islandsbanki.is .

 

Umsóknir óskast fylltar út á www.islandsbanki.is og sendar ásamt ferilskrá. Umsóknarfrestur er til og með 25. september nk.

 

Hjá Íslandsbanka starfa um 830 manns með ástríðu fyrir árangri. Við vinnum saman að lausnum fyrir viðskiptavini með fagmennsku að leiðarljósi. Starfsfólk Íslandsbanka leggur sig alltaf fram við að veita bestu bankaþjónustuna.

 

Íslandsbanki hefur staðist jafnlaunavottun og hlotið Jafnlaunamerki Velferðaráðuneytis.

Sækja um starfið

Sérfræðingur í áhættueftirliti

 

Áhættustýring leitar að metnaðarfullum einstaklingi til að slást í hóp sérfræðinga við áhættueftirlit. Við leitum að jákvæðum og áhugasömum einstaklingi sem á gott með að vinna í hópi og að fjölbreyttum verkefnum.

 

Áhættueftirlit heyrir undir deildina Umgjörð og eftirlit sem er ein þriggja deilda í Áhættustýringu Íslandsbanka. Einingin hefur meðal annars eftirlit með framkvæmd áhættustýringar í viðskipta- og stoðeiningum bankans og eru verkefni fjölbreytt og fela í sér tækifæri til að kynnast flestum þáttum í starfsemi bankans.

 

 

Hæfnikröfur:

 • Greiningarhæfni, samskiptahæfni, frumkvæði, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er æskileg
 • Framúrskarandi hæfni til að koma frá sér efni í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku
 • Reynsla af áhættustýringu og þekking á bankastarfsemi, sér í lagi útlánastarfsemi, er kostur

 

Nánari upplýsingar veita Sigrún Ólafsdóttir, ráðningarstjóri, sigrun.olafs@islandsbanki.is, 440-4172 og Guðbjörg Anna Guðmundsdóttir,forstöðumaður, gudbjorg.gudmundsdottir@islandsbanki.is.

 

Umsóknir óskast fylltar út á islandsbanki.is og sendar ásamt ferilskrá.

 

Umsóknarfrestur er til og með 22. september nk.

 

Hjá Íslandsbanka starfa um 830 manns með ástríðu fyrir árangri. Við vinnum saman að lausnum fyrir viðskiptavini með fagmennsku að leiðarljósi. Starfsfólk Íslandsbanka leggur sig alltaf fram við að veita bestu bankaþjónustuna.

 

Íslandsbanki hefur staðist jafnlaunavottun og hlotið Jafnlaunamerki Velferðaráðuneytis.

 

Sækja um starfið

Starfsfólk Íslandsbanka

Það er viðhorf stjórnenda Íslandsbanka að fjárfesting í starfsfólki sé lykillinn að velgengni bankans og mikilvægt sé að byggja upp fjölbreyttan hóp starfsmanna sem býr yfir ólíkri reynslu, þekkingu og hæfileikum.

Íslandsbanki er krefjandi vinnustaður þar sem samvinna er lykillinn að árangri. Starfsfólk Íslandsbanka er hvatt til að sýna frumkvæði, axla ábyrgð, læra nýja hluti, koma með hugmyndir og sýna það besta sem í því býr. Fjárhagslegur styrkur bankans, ásamt þekkingu og hæfileikum starfsfólksins eru undirstaða fyrirtækisins og grunnurinn að framtíðaruppbyggingu þess.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall